Leikkonan og fjölmiðlakonan, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir á von á sínu fyrsta barni í sumar. Hún greindi frá þessu á Facecook-síðu sinni fyrr í vikunni.

Í samtali við Makamál Vísis segir hún frá því að hún sé að gera þetta eins síns liðs, aðspurð um faðerni barnsins. Þar segir hún að ákvörðunin hafi verið erfið en að hún hafi alltaf haft þetta á bakvið eyrað sem möguleika ef hún væri ekki búin að finna ástina.

„Fjölskyldur eru allskonar og mín semsagt byrjar bara á okkur 2 og svo sjáum við til hvort fleiri bætist við síðar," skrifar Ísgerður á Facebook.

Ísgerður er umsjónarmaður Krakkafrétta á RÚV og hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Amma Hófí og Mentor og þáttaröðinni Réttur.