Full­trúi Ír­lands í Euro­vision, Lesl­ey Roy, segist finna til með ís­lensku kepp­endunum vegna smitsins sem kom upp í hópnum nú á dögunum. Þetta hefur breska götu­blaðið The Sun eftir Roy.

Eins og al­þjóð veit greindist smit á dögunum í bæði ís­lenska hópnum og í pólska hópnum, sem gista á sama hóteli. Greint var frá því í gær að enginn í Gagna­magninu hefði hins­vegar smitast og því allar líkur á því að þau muni fara upp á svið á laugar­dag.

„Við viljum bara sýna þeim stuðning og þeirra nefndum. Við erum öll í sama bátnum þegar kemur að þessum prófum og þetta bara minnir okkur á þetta,“ segir Roy. Hún segir alla vera að hugsa hlý­lega til pólska og ís­lenska hópsins.

„Við erum öll prófuð á 48 klukku­stunda fresti, við erum í kúlum inni í kúlum. Við sjáum engan frá hinum löndunum, þetta er hótelið og í höllina og aftur á hótelið.“

Roy segir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að hún væri komin til að keppa í Euro­vision fyrr en hún mætti á rauða dregilinn á sunnu­dag, þangað sem Daði og Gagna­magnið gátu ekki mætt. „Að fá að fara á dregilinn var augna­blikið þar sem þetta varð raun­veru­legt, en ekki eitt­hvert ævin­týri í hausnum mínum.“