Bollywood stjarnan Irrfan Khan er látinn, 53 ára að aldri. Farið var með hann á sjúkra­hús í Mumbai í gær­kvöldi vegna sýkingar í ristli, þar sem hann lést, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Khan hefur fyrir löngu hass­lað sér sess sem einn ást­sælasti leikari Ind­verja. Hann gat sér frægð í Bollywood meðal annars með leik sínum í kvik­myndinni The Warri­or sem kom út árið 2002. Hann varð síðar heims­frægur þegar hann lék stórt hlut­verk í stór­myndinni Slumdog Milli­onaire sem vann til átta Óskars­verð­launa.

Á síðustu árum hafði Khan leikið í fjölda Hollywood mynda líkt og The Amazing Spi­der­man, Jurassic World og Life of Pi. Hann hefur verið opin­skár með bar­áttu sína gegn krabba­meini en hann greindist með æxli árið 2018.

Síðasta kvik­mynd hans, Angrezi Medium, kom út í kvik­mynda­hús í Ind­landi í mars síðast­liðnum, ör­fáum dögum áður en allt var stöðvað vegna út­breiðslu kóróna­veirufar­aldursins.