Íris Tanja Flygering, leikkona, kom fram með Hatara á tónleikum sem sveitin hélt í Manchester og London í á föstudaginn og í gær.

Þetta kemur fram á Instagram síðu Írisar.

Hljómsveitin Hatari hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu en síðustu tónleikar fyrsta leggjar evróputúrsins voru í gær.

Íris Tanja fyllir í hlutverk Ástrósar Guðjónsdóttur, sem hefur lengi dansað með hljómsveitinni, en Ástrós er núna í fæðingarorlofi eftir að hafa eignast son þann 5. júlí.

Íris Tanja tók sig einstaklega vel út í Hatara-gallanum og virðist smellpassa í hlutverkið.

Hatari mun halda aftur til Evrópu í október og stefna þá að leika í Eistlandi, Lettlandi og Pólandi. En hljómsveitin mun koma fram á Íslandi í Kaplakrika þann 17. September á hátíðinni Rokk í Reykjavík.