Íris hefur haft mikið að gera síðustu vikur enda verkefnin mörg sem hún þarf að sinna sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og stöðugt nýjar áskoranir að takast á við.

„Haustið er krefjandi tími í mínu starfi sem bæjarstjóri og í bæjarmálum almennt. Þá er mestur þunginn vegna fjárhagsáætlunarvinnu. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt, ég er að byrja mitt annað kjörtímabil og þekki þannig starfið og verkefnin nokkuð vel. En það eru alltaf nýjar áskoranir. Framundan eru mörg áhugaverð verkefni; spennandi uppbygging í ferðaþjónustu og mikil uppbygging tengd landeldi. Við viljum gera Eyjar að fjölskylduparadís og tókum nú í haust fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leikskóla. Öll 5 ára börn í leikskóla fá 7 stundir og fæði gjaldfrjálst. Í grunnskólanum erum við með eitthvað mest spennandi rannsóknar- og þróunarverkefni á öllu landinu „Kveikjum neistann“ verkefnið sem Hermundur Sigmundsson leiðir. Þar er meðal annars verið að huga að og mæta stöðu drengja í skólakerfinu. Einnig er mikilvægt að vera alltaf með í huga að auka lífsgæði bæjarbúa og vinna að því að gera Vestmannaeyjar enn betri stað til að búa á, “ segir Íris og hlakkar til verkefnanna framundan.

Maðurinn duglegur í eldhúsinu

„Ég er mikið ein heima núna og er ekki alveg nógu dugleg að elda. Krakkarnir eru í námi í Reykjavík og eiginmaðurinn á sjó. Maðurinn minn er matreiðslumaður og er mjög duglegur í eldhúsinu þegar hann er í landi. Hann er líka betri kokkur en ég. Hann eldar alltaf hátíðarmatinn eins og á jólum og páskum en ég tek að mér að skreyta og leggja á borðið.“

Aðspurð segist Íris reyna að borða hollt. „En ég er stundum á hlaupum og þá verður ekki alltaf það hollasta fyrir valinu. Í venjulegri viku ef allir eru heima er þetta gott dæmi um vikuseðil á okkar heimili,“ segir Íris.

Mánudagur – Haustpasta af beztu gerð

Mánudögum þarf að vera orkumatur til að koma sér í gírinn fyrir góða viku. Pastaréttir eru alltaf vinsælir og er þessi pastaréttur eitthvað sem allir á heimilinu er mjög sáttir með.

Haustpasta af beztu gerð

Haustpasta

Þriðjudagur – Matarmikil alíslensk kjötsúpa

„Á haustin eru súpur eitthvað sem við boðum yfirleitt einu sinni í viku. Það jafnast ekkert á við alvöru íslenska kjötsúpu svo er hún enn betri daginn eftir því er gott að elda nóg.“

Kjötsúpa ala Helga Björk

1 kg gott súpukjöt sem er soðið í stórum potti. Tveimur góðum skeiðum af grænmetiskrafti bætt út í og soðið með kjötinu. Þetta er soðið saman í um það bil 80 mínútur, þarf að ausa af gumsinu sem flýtur um í pottinum á meðan suðu stendur. Sjóðið helst þannig að kjötið detti af beinum.

Bætið í pottinn eftir að búið er að sjóða súpukjötið vel

1 pakki súpujurtir

1 poki Íslenskar gulrætur

2 – 3 íslenskar rófur eða eftir smekk

Hvítkál og hnúðkál eftir smekk

Allt grænmetið skorið niður í stóra munnbita og soðið áfram í 30 mínútur. Borið fram með hversdags hvítvíni og vatni með fullt af klöku og sítrónum.

kjptsupa.jpg

Miðvikudagur – Indverskur ketókjúklingaréttur sem rífur í

„Á mínu heimil er kjúklingur mjög vinsæll matur og er oftast tvisvar í viku. Þessi indverski réttur er dásamlegur og mjög einfaldur. Þetta er ketóréttur en það er auðvelt að breyta meðlæti ef fólki vill, ég geri það.“

Indverskur ketókjúklingaréttur sem rífur í

Indverskur kjúklingaréttur.jpeg

Fimmtudagur - Girnilegur osta- og sælkerabakki

„Þá erum við með bland í poka. Til að mynda blandaðir ostar, hráskinka, grillaðar samlokur, beyglur með rjómaosti og bara það sem stemning er fyrir hverju sinni.“

ostar.jpg

Föstudagur – Fiskiborgari að hætti Elísu

„Það er kjörið að fá geggjaðan fiskiborgara frá henni Elísu Viðars. knattspyrnukonu. Ef þið eru í vandræðum með að koma fisk í krakkana eða karlinn þá er þetta leiðin.“

Fiskiborgari að hætti Elísu

Fiskiborgari

Laugardagur – Heimagerðar ostafylltar brauðstangir og pistuveisla

„Allavegana matur; stundum matarboðsdagar eða oft eru pantaðar Gott vefjur sem eru í miklu uppáhaldi hjá heimilisfólkinu. Pitsur verða oft fyrir valinu þegar við vinirnir borðum saman. Þá gaman er að prófa nýtt og meðal annars þessar heimagerðu brauðstangir frá Lindu Ben en þær steinliggja með pitsum og fleira góðgæti.

Syndsamlega góðar ostafylltar brauðstangir

Ostafylltar brauðstangir

Sunnudagur – Kjúklingaréttur með döðlum og ólífum

„Ég fékk þessa uppskrift í blaði fyrir mörgum árum og er hún alltaf jafn vinsæl. Ég hef aðeins breytt henni í gegnum árin.“

Kjúklingaréttur með döðlum og ólífum að hætti bæjarstýrunnar

8 bringur ( skornar í 2 – 3 bita eftir stærð)

½-1 hvítlaukur saxaður

1/3 bolli rauðvíns edik

3 msk. óreganó

1 bolli saxaðar döðlur

½ bolli grænar ólífur ( ég saxa þær ef að þær eru heilar)

1 ½ bolli ólífuolía

Salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman og bringurnar eru í leginum 6-24 tíma. (Gott að setja löginn í poka og bringurnar með). Eftir að bringurnar hafa marínerast er þær og allt gumsið sett í eldfast mót.

Bætið þá við:

¼ bolla af saxaðri steinselju

½ bolla af púðursykri hrært saman við einn bolla af hvítvíni og hellt yfir.

Síðan er allt saman sett inn í bakarofn í um það bil 40 mínútur við 180°C gráður. Í meðlæti er ég oftast með ferskt salat, sætar kartöflur og Nan brauð. Svo er bara að njóta með fjölskyldunni við kertaljós og huggulegheit.

Kjúklingaréttur með döðlum og ólífum