Mynd­band af ofur­fyrir­sætunni Irinu Shayk sýnir hana hlaupa um ber­fætta við Jökuls­ár­lón en mynd­bandinu er ætlað að aug­lýsa kasmír peysur. Irina var stödd á Ís­landi síðast­liðinn júní og töldu margir að hún hefði flúið til Ís­lands til að jafna sig á skilnaðinum við leikarann Bradl­ey Cooper eftir að hún birti mynd af sér hér á landi á sam­fé­lags­miðlum.

Sú kenning hefur ekki fengist stað­fest en ljóst er að fyrir­sætan kom í það minnsta einnig til landsins til þess að vinna. Í bak­grunn á myndunum má sjá hið vin­sæla Jökul­ár­slón og í for­grunni stillir Irina sér upp í hinum ýmsu peysum.

Irina er mjög efirsótt fyrirsæta og ferðast um allan heiminn í starfi sínu.
Mynd/Falconari

Skilnaðurinn vakti heims­at­hygli

Ástar­­mál fyr­ir­­sæt­unn­ar vöktu heims­at­hygl­i í sumar en eins og Frétt­a­blað­ið hef­ur greint frá, hætt­i hún með kær­ast­an­um sín­um til tveggj­a ára, Bradl­ey Cooper skömmu eftir að hann frum­sýndi myndina A Star Is Born. Þrá­lát­ir orð­róm­ar hafa voru uppi um að Bradl­ey og með­leik­kona hans, söng­konan, Lady Gaga hefðu orðið ást­fangin við tökur á myndinni. Ekk­ert hef­ur feng­ist stað­­fest í þeim efn­um enn.

Að sögn ná­inn­a vina Bradl­ey og Irinu reynd­u þau að vinn­a að sam­band­in­u sínu mánuðina áður en kom að skilnaði sínum en sam­an eiga þau dótt­ur­in­a Leu De Sein­e. Þau hafa lagt meg­in­á­hersl­u á ham­ingj­u dótt­ur sinn­ar og eiga að eigin sögn í góðum sam­skiptum þrátt fyrir skilnaðinn.