Söngkonan Irene Cara er látin aðeins 63 ára að aldri. Cara skaust upp á stjörnuhimininn í upphafi níunda áratugarins og sívinsæl titillög kvikmyndanna Fame og Flashdance eru líkleg til þess að halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð.
Fame sló í gegn 1980 en þar lék hún Coco, eitt aðahlutverkanna, auk þess að syngja titillagið. Hún gerði síðan ekki síður stormandi lukku þremur árum síðar með laginu Flashdance... What a Feeling.
Breska blaðið Independent greinir frá.
Cara lést á heimili sínu en dánarorsök liggur ekki fyrir. Margir minnast Cöru á samfélagsmiðlum en útgefandi hennar, Judith A. Moose, greindi frá andlátinu á Twitter-síðu sinni.
Hún segir Cöru hafa verið einstaklega hæfileikaríka manneskju og að arfleifð hennar muni lifa um ókomna tíð í gegnum tónlist hennar og kvikmyndir.
This is the absolute worst part of being a publicist. I can't believe I've had to write this, let alone release the news. Please share your thoughts and memories of Irene. I'll be reading each and every one of them and know she'll be smiling from Heaven. She adored her fans. - JM pic.twitter.com/TsC5BwZ3fh
— Irene Cara (@Irene_Cara) November 26, 2022
