Það er ó­hætt að segja að lífið sé að leika við ís­lenskar Insta­gram-stjörnur þessa dagana en þær Tanja Ýr Ást­þórs­dóttir, Christel Ýr Johan­sen og Arna Ýr Jóns­dóttir hafa undan­farna daga spókað sig um á á Tenerife á Kanarí­eyjunum. Þannig eru þær Tanja Ýr og Arna Ýr báðar staddar á Vol­ca­no hótelinu og á Insta­gram reikningi þeirra kemur fram að um kostað sam­starf sé að ræða við Spring Hotels hótelkeðjuna.

Sjá má að að frá sund­lauginni á hótelinu er nokkuð geggjað út­sýni en ekki fylgir sögunni hvort sam­eigin­legt milli­nafnið tengist eitt­hvað veru þeirra allra á eyjunum um þessar mundir.

Á Insta­gram síðu Örnu Ýr, sem meðal annars hefur farið með sigur af hólmi í Ung­frú Ís­land og komin er 32 vikur á leið, kemur fram að í dag sé heim­för en hún lýsir yfir mikilli á­nægju með hótelið.

Christel virðist hins vegar af Insta­gram að dæma hafa á­kveðið að flytja til Tenerife og það er ekki hægt að á­lasa henni enda er veðrið ekki alveg eins gott á norður-At­lants­hafi í apríl­rokinu.

View this post on Instagram

weekend vibes #tenerife

A post shared by Cʜʀɪsᴛᴇʟ Jᴏʜᴀɴsᴇɴ (@christelyr) on