Fylgjendur leikkonunnar Kristínar Pétursdóttur vöktu nýlega athygli á því að Instagram reikningur Storms Löve, sonar hennar og áhrifavaldsins Brynjólfs Löve Mogensen, hefði sett inn stórundarlegar athugasemdir við myndir af móður sinni. 

Það rataði nýlega inn á alla helstu fjölmiðla landsins að Kristín og Brynjólfur hefðu haldið hvort í sína áttina eftir tæplega tveggja ára samband. Saman eiga þau soninn Storm Löve sem fagnar bráðlega tveggja ára afmæli sínu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Instagram reikningi Storms alfarið stjórnað af Brynjólfi, sem er betur þekktur sem Binni Löve. 

„Mamma farðu í föt,“ var skrifað á reikningi hins tveggja ára gamla Storms Löve.

Mamma farðu í föt

Myndirnar sem Instagram reikningur tveggja ára snáðans gerði athugasemdir við voru báðar af Kristínu einni. 

„Mamma farðu í föt,“ var athugasemd við mynd af leikkonunni á sundfötum í sólarblíðunni. „Wtf mamma,“ eða „hver fjárinn mamma” á íslensku, var skrifað undir nafni Storms við mynd af Kristínu að sýna nýja húðflúr sitt. 

Brynjólfur og Kristín eru hvort um sig með mörg þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram en eftir að þau hættu í sambandi fylgja þau þó ekki hvort öðru.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Instagram reikningur Storms hafi verið notaður í þessum tilgangi en búið er að eyða annarri athugasemdinni, hin stendur enn. Hvorki náðist í Brynjólf Löve né Kristínu við gerð þessarar fréttar.

Netverjar velta vöngum yfir athugasemdunum.