Sam­fé­lags­miðillinn Insta­gram, sem er í eigu Face­book, hefur á­kveðið að banna alla svo­kallaða „fegurðar filtera“ sem láta not­endur lýta út fyrir að hafa gengist undir lýta­lækningar. Undir bannið falla meðal annars filterar sem láta not­endur líta út fyrir að hafa fengið and­lits­lyftingu eða fyllingar í varir en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Sak­laus af­þreying eða hættu­legar til­lögur?

Not­endur Insta­gram hafa átt mögu­leikann að búa til sína eigin filtera frá því í ágúst og hafa fi­terar á borð við „plasti­ca“ og „fix me“ orðið vin­sælir. Skapari „fix me“ filtersins, Daniel Moon­ey, segir þó að filterinn hafi átt að vera gagn­rýni á lýta­að­gerðir þar sem hann sýni ljótar auka­verkanir lýta­að­gerða.

Deilt hefur verið um bannið en að sögn Moon­ey mun bannið ekki hafa til­ætluð á­hrif á meðan á­hrifa­valdar og annað frægt fólk sem hefur í raun farið í lýta­að­gerðir birta enn ó­raun­veru­legar myndir af sér á miðilinn. Á meðan margir eru sammála banninu hafa sumir aftur á móti haldið því fram að filterarnir séu sak­laus af­þreying og að not­endur komi til með að sakna þeirra.