Kólumbíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn J Balvin leyfir fólki að skyggnast inn á heimili sitt í nýjasta þætti Architectur­al Digest. Balvin á myndarlegt skósafn og dugar ekkert annað en heilt herbergi fyrir safnið.

Mínímalískur og japanskur stíll einkennir heimili hans og í garðinum má finna 100 ára gamalt Bonsai tré. Hann segist elska borgina en þurfi tengingu við náttúruna á heimilinu.

Mikið er um trjávið innanhúss; bæði hefðbundnar ljósar viðarklæðningar og innréttingar úr viði.

Tónlistarmaðurinn er með glæsilegt útisvæði þar sem má finna sundlaug, sturtu og grill. Sjáðu myndbandið hér að neðan þar Architectural Digest kíkir í heimsókn til Balvin.