Þrifdrottningin og markaðsstjóri barnafataverslananna Bíum bíum og Von verslun, Sólrún Diego leyfði fylgjendum sínum að spyrja sig spjörunum úr í story á Instagram og var meðal annars spurð hvernig hún skipuleggur sig í innkaupum fyrir jólin.

„Mér finnst gott að dreifa kostnaði og álagi fyrir jólin og byrja að kaupa frá jólasveininum í september,“ upplýsir Sólrún.

Þá kaupir hún allar jólagjafir í október og nóvember en desember fer eingöngu í matarinnkaup.

Þrjár sortir fyrir jólin

Aðspurð segir Sólrún baka oftast þrjár sortir af smákökum, spesíur, piparkökur og blúndur.

Uppskriftir að smákökunum má finna hér að neðan:

Spesíur

25o g Dan Sukker sykur

250 g smjörlíki

325 g Kornax hveiti

1 stk egg

Kattartungur (súkkulaði)

Aðferð:

Sykur og smjörlíki hrært vel saman. Eggi og hveiti bætt út í . Hnoðið deigið hæfilega mikið og kælið. Deigið rúllað í lengjur og skorið í jafna bita (sneiðar) Sett á bökunarpappír  á plötu. Kattartunga er sett á hverja köku. Passið að hafa bil á milli. Bakað við 190°C í 10-12 mínútur

Uppskrift af mömmur.is

Fréttablaðið/mömmur.is

Piparkökur

125 g Dan Sukker sykur

90 g Smjörlíki

250 g Kornax hveiti

1 tsk negull

1 tsk engifer

2 tsk kanill

1 tsk matarsódi

1/4 tsk pipar

1/2 tsk síróp

1/2 dl mjólk

Aðferð:

Allt sett í skál og hnaðað vel saman. Mótaðar kúlur sem settar eru á bökunarpappír á plötu. Bakað við 180°C í 8-10 mínútur.

Uppskrift tekin af mömmur.is

Fréttablaðið/Rita Maas

Blúndur

2 stk egg 300 g sykur

200 gr haframjöl

2 msk hveiti

2 tsk lyftiduft

200 gr smjör

150 ml rjómi

150 ml. Millac jurtarjómi

200 gr súkkulaðihjúpur

Aðferð:

Við byrjum að bræða smjörið. 

Næst þeytum við saman egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. 

Svo hrærum við saman, lyftidufti, hveiti og haframjöli. 

Að lokum hrærum við brædda smjörinu saman við. 

Næst setjum við deigið í sprautupoka og sprautum litlar doppur ( ca. tsk.) á sílíkonmottu eða bökunarpappír. 

Blúndurnar eru bakaðar við 200° í 5-7 mínútur.

Passa þarf að leyfa þeim að kólna á plötunni áður en þær eru teknar af. 

Meðan blúndurnar kólna þeytum við saman rjóma og jurtarjóma. 

Samsetning: 

Við pörum saman tvær og tvær blúndur.

Sprautum rjóma á milli og setjum í frysti. 

Næst bræðum við súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði og setjum síðan yfir blúndurnar. 

Uppskriftin er eftir Sylvíu Haukdal sem birist á vísi.

Fréttablaðið/Ernir