Lífið

Innflutt náttúra Íslands

Ýmislegt misgáfulegt höfum við Íslendingar flutt inn í flóru og fánu okkar lands í gegnum árin. Til að mynda má nefna rándýr strá frá Danmörku – en líka sitthvað annað gott. Við skulum aðeins fara yfir þessi atriði hérna.

Þetta hérna er alveg rándýrt dæmi. Fréttablaðið/Andri Marinó
Hér gefur að líta hóp innflytjenda. Fréttablaðið/Vilhelm

Konungur gefur okkur hreindýr

Fyrir um 250 árum sagði konungur vor í Danaveldi að hingað til lands skyldi flytja hreindýr og í töluverðu magni og það var gert. Páll Vídalín var reyndar fyrstur til að stinga upp á þessu þjóðráði og vildi með því, líkt og konungur, efla landbúnað á landinu. Dýrin komu frá Finnmörku í Noregi og uppi voru hugmyndir um að fá samíska fjölskyldu með til að sinna þeim. Það var þó ekki gert.

Mann langar bara að flytja þetta kvikindi inn þegar maður sér það á mynd. Fréttablaðið/Getty

Besti vinur íslendingsins

Fyrir ekki svo löngu datt mönnum í hug að flytja minkinn hingað til lands. Það má alveg segja það að fólk sé ekki alveg sammála um hvort það hafi verið snilld. Ýmislegt bendir að minnsta kosti til þess að svo hafi alls ekki verið.

Rammíslenskur og rándýr klaki. Mynd/Úr einkasafni

Íslenskt vatn er of gott

Við Íslendingar státum okkur af gríðarlega hreinu vatni, jafnvel svo hreinu að það er í þvílíkum háklassa og rándýrt úti í búð. Erlent vatn í flösku er miklu ódýrara að öllu leyti og einnig er vatn flutt til landsins í föstu formi í massavís sem fólk setur svo ofan í erlenda vatnið sitt til að kæla það niður – klakar, ég er að tala um klaka. Ætli gufan í Vesturbæjarlaug sé innflutt líka?

Keikó naut lífsins í Eyjum. Fréttablaðið/GVA

Stjörnuhvalur

Það besta sem við höfum flutt til landsins er samt án efa hvalurinn Keikó. Þessi heimsfrægi hvalur lék á sínum tíma í Hollywood-kvikmynd hvalinn (nema hvað) Willy, sem var frelsaður. Þjóðin fylgdist með þegar Keikó lenti og var fluttur til Vestmannaeyja þar sem hann synti í hringi í polli nokkrum og átti sér frægt dekk sem leikfélaga.

Hér má sjá innflutt grjót streyma yfir vegi landsins. Fréttablaðið/Daníel

Erlent grjót er besta grjótið

Íslenskt grjót er sennilega algjört drasl og þess vegna er hingað flutt sérstakt erlent og fínt grjót til að nota við malbikun. Þeir lesendur sem fara stundum í fjöruferð ættu að kannast við það að finna ekki nógu mikið af steinum sem henta til að fleyta kellingar með – mætti ekki flytja þá inn?

Ætli þessi kerti angi eins og hunang? Fréttablaðið/Auðunn

Er kertavax náttúra?

Það er alveg spurning hvort kertavax teljist náttúra, líklega ekki, en við erum samt engir líffræðingar hér á Lífinu. Allavega er flutt inn ótrúlegt kertavax sem af leggur hunangsilm. Úr þessu góðgæti eru búin til kerti. Ekki borða kerti.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lífið

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Auglýsing

Nýjast

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Hamfarir að bresta á!

Dansamman sveif um með jafn­aldra barna­barnsins

Auglýsing