Hin nýbakaða móðir, Kylie Jenner, sat ekki aðgerðarlaus yfir sjónvarpsþáttum meðan á meðgöngunni stóð heldur gerði hún sér lítið fyrir og hannaði enn eina snyrtivörulínuna á meðan.  Innblásturinn fékk Kylie frá nýfæddri dóttur hennar sem ber nafnið Stormi og heitir línan „the Weather collection“ sem gæti þýðst sem Vindlínan á íslensku. Þar er til að mynda að finna augnskugga sem bera nöfnin: Í auga stormsins og Logn á undan stormi. 

Kylie, sem er yngsta systirin í Kardashian fjölskyldunni, hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum síðustu ár. Það er kannski ekki furða þar sem unga konan hefur eytt hálfri ævi sinni í raunveruleika sjónvarpsþætti.

Á síðasta ári virtist svo skyndilega eins og hún hefði horfið af yfirborði jarðar. Þegar hún hætti að birta myndir á samfélagsmiðlum, sást hvergi í fjölmiðlum og einungis í mýflugumynd í sjónvarpsþáttum fjölskyldunnar. Aðdáendur örvæntu á meðan hinar ýmsu sögusagnir fóru af stað, þar á meðal um þungun hennar. Heimurinn virtist svo bíða í eftirvæntingu eftir því að samfélagsmiðla drottningin staðfesti fregnirnar. Sem hún gerði ekki fyrr en dóttirin litla fæddist nú í febrúar. 

View this post on Instagram

vday 🖤♥️

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Síðan þá er gamla Kylie hægt og rólega að koma til baka. Fleiri myndir af henni birtast á samfélagsmiðlum og nú í vikunni kynnti hún nýja snyrtivörulínu, innblásna af Stormi. Nýja línan hefur fengið misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem fólk hefur annað hvort hrósað henni hástert eða sagt línuna vera fyrirsjáanlega. 

Þó það sé eflaust ýmislegt hægt að segja um þessa ungu viðskiptakonu og móður þá er seint hægt að segja að framtíð dóttur hennar sé ekki fjárhagslega örugg. Viðskiptaveldi Kylie er nefnilega virði um 50 milljón bandaríkjadala sem er töluvert meira en systur hennar Kourtney, Khloé og Kentall. Kim Kardashian, næst elsta systirin í Kardashian klaninu er þó töluvert fjáðari en sú yngsta en hún er jafnframt sú sem þekktust er. 

View this post on Instagram

@hollywoodreporter

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on