Mynd­listar­sýningin Innan rammans/Insi­de the Fram­e verður opnuð í Verk­smiðjunni á Hjalt­eyri, laugar­daginn 7. maí klukkan 14, með verkum lista­konunnar Michaelu Grill.

Í verkum sínum endur­skapar lista­konan myndir af því sem fyrir augu ber á göngu um náttúruna en ekki af raun­veru­leikanum heldur frekar könnun á yfir­borði, lita­fram­vindu og hreyfi­rann­sóknum.

Í heims­far­aldri voru ferða­lög ekki mögu­leg svo hún fór að vinna með fundið kvik­mynda­efni, til að stækka og draga á­kveðin at­vik út úr flæði, einkum í tengslum við smá­sjár­myndir. Þessi nýjustu verk vinnur hún í sam­starfi við tón­listar­konuna Sophie Tru­deau.

Michaela, sem býr og starfar í Mont­real, stundaði nám í Vínar­borg, Glas­gow og London (Gold­­smith College). Hún hefur gert ýmis kvik­mynda- og vídeó­verk, inn­setningar og mynd­gjörninga/varpanir. Vídeó­verk hennar hafa verið sýnd á yfir 150 há­tíðum um allan heim.