Leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir hafa sett heimili sitt við Hofsvallagötu í vesturbænum í Reykjavík á sölu.
Þetta má sjá vef Eignamiðlunar sem annast sölu hússins. Uppsett verð eru 135 milljónir króna. Er um að ræða rúmlega 230 fermetra efri sérhæð og ris með sérinngangi og stórum garði.
Fram kemur að íbúðin hafi verið mikið endurnýjuð en húsið er teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt árið 1949. Í garðinum er að finna bæði tréhús og útipizzaofn.

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun

Mynd/Eignamiðlun