Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson er ekki aðeins stórstjarna á Íslandi því hann er þekktur víða um heim eftir verk sín og var bolaður í morgunsárið af kvikmyndunnanda úti á Spáni.

Twitter notandinn Baci de Ozono með tölustafinn 3 í lokin tók mynd af föður sínum sem þekkti Ingvar eins og hann lýsir sjálfur.

„Mesti kvikmyndaunnandi sem ég veit um, pabbi minn, þekkti íslenska leikarann Ingvar Eggert Sigurðsson að borða morgunmat. Það kom honum á óvart að pabbi þekkti hann og hans verk. Við fengum mynd. Tveir STÓRIR á einni mynd,“ skrifar stoltur sonurinn.

Hún Beatriz svarar tístinu og segir að hún hafi einmitt rekist á Ingvar á gangbraut og læst augunum á hann. Hann hafi brosað til baka, trúlega haldið að Beatriz þekkti hann sem var ekki raunin. Henni fannst Ingvar bara svo glæsilegur.