Stjórn­endur eins vin­sælasta hlað­varps landsins, Ingólfur Grétars­son og Tinna Björk Kristins­dóttir eignuðust stúlku þann 2. ágúst síðast­liðinn. Parið greinir frá á Insta­gram.

Ingólfur og Tinna stýra hlað­varps­þáttunum „Þarf alltaf að vera grín?“ á­samt Tryggva Frey Torfa­syni. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í ágúst 2019 en áður átti Tinna dótturina Helenu.

Þættir þeirra Ingós og Tinnu hafa slegið í gegn, enda meðal hressasta fólks landsins. Nýjasta fjöl­skyldu­með­liminum heilsast vel eins og fram kemur í fal­legri Insta­gram færslunni.