Lífið

Þing­maður kveður hund með trega

Anna­samt starf þing­mannsins varð til þess að Kol­beinn Óttars­son Proppé neyddist til þess að láta tíkina Kolku frá sér.

Kolbeinn tók hag Kolku fram yfir sinn eigin en söknuðurinn er sár.

Tíkin Kolka og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hafa verið miklir félagar, nánast óaðskiljanleg, um árabil. En nú er Kolbeinn einn í kotinu eftir að hafa sætt sig við að Kolku væri best borgið í sveitinni.

Kolbeinn hefur lengi leyft Facebook-vinum sínum að fylgjast með ævintýrum þeirra Kolku og daglegu amstri í máli og myndum. Mörgum varð því brugðið í dag þegar Kolbeinn upplýsti að Kolka væri farin í sveitina og hann sæti eftir einn með sárt ennið.

Annir þingmennskunnar falla því miður ekki vel að hundahaldi og Kolbeinn kaus því að sleppa Kolku sinni lausri í sveitinni þar sem hún nýtur lífsins, frekar en að leggja á hana margar og langar einveru stundir heima.

Orðhagur þingmaðurinn fangar söknuðinn og tregann sem þjakar hann eftir að Kolka fór að heiman með angurværri sonnettu. „Já, Kolka er s.s. farin í sveitina. Á þar yndislegar stundir og hefði ekki getað endað á betri stað,“ skrifar Kolbeinn á Facebokk þega rhann fylgir sonnettunni úr hlaði.

„En, söknuður er ákveðin sjálfselska og ég leyfði mér að láta allan söknuð ævinnar flæða í þessa sonnettu. Sem skýrir dramtíkina aðeins.“

Sonnetta um söknuð

Þú komst í líf mitt, laust mig ástarörvum.

Ég líta skyldi bjarta, fagra daga.

Að ganga saman yrði okkar saga,

við sinna myndum vel hvors annars þörfum.

En í lífsins streði hlaðinn er ég störfum,

stóðstu heima, ein í ótal tíma.

Nú þarft ekki alein þar að híma.

Eltir kindur léttum hug og djörfum.

Oft er sú framtíð, er fyrir þér ljós lá,

sem fjöður í vindi, utan þinna greipa,

hrifsuð þér frá. Þá treginn tekur völd.

Söknuður heldur huga þínum þá,

af höfgri gleði, aldrei skaltu dreypa.

Uns gröfin þér opnast, endanleg og köld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Fólk

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Auglýsing

Nýjast

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing