Sjónvarps- og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir og eiginkona hennar, María Rut Kristinsdóttir upplýsingafulltrúa UN Women eiga von á stúlku.
Fyrir eiga þær tvo drengi þá Þorgeir fimmtán ára og Rökkva þriggja ára.
Hjónin greindu frá því í október að fjölskyldan væri að stækka: „Plóma mætir til leiks í mars og við getum ekki beðið,“ skrifuðu þær í sameignlegri færslu en Rökkvi yngri sonur þeirra nefndi ófædda barnið því skemmtilega nafni.
Fjölskyldan flutti fyrir skemmstu í draumahúsið við Öldugranda í Vesturbæ Reykjavíkur líkt og Fréttablaðið greindi frá.
En þær leyfðu fylgjendum sínum að sjá frá þeim miklu breytingum sem gerðar voru í húsinu þar sem þær settu meðal annars nýtt ljósgrænt eldhús, panel og teppi í stigann sem gerir ganginn afar hlýlegan, og smart unglingaherbergi fyrir Þorgeir í kjallaranum.