Lífið

Ind­riði ljáði Jóni Val rödd sína eftir á­skorun á Twitter

Hinn tuð­gjarni Ind­riði, karakter úr sjón­varps­þátta­röðinni Fóst­bræður, sneri aftur eftir á­skorun Twitter-notanda fyrr í dag. Jón Gnarr, í hlut­verki Indriða, las upp um­mæli guð­fræðingsins Jóns Vals um regn­boga­málninguna á Skóla­vörðu­stíg í til­efni Hin­segin daga.

Jón Gnarr, í hlutverki Indriða, ljáði guðfræðingnum Jóni Val Jenssyni rödd sína.

Twitter-notandinn Geir Finnsson fékk ósk sína uppfyllta í kvöld þegar grínistinn Jón Gnarr varð við beiðni hans og brá sér í hlutverk kvartgjarna karaktersins Indriða úr Fóstbræðrum.

„Myndi borga til að heyra @Jon_Gnarr lesa þetta sem Indriði,“ skrifaði Geir í færslu sinni á Twitter fyrr í dag en með færslunni fylgdi skjáskot af ummælum guðfræðingsins Jóns Vals Jenssonar þar sem hann gagnrýnir regnbogamálninguna sem fær þessa dagana að njóta sín á Skólavörðustíg í tilefni Hinsegin daga, en þeir voru settir í gær.

Einkennandi rödd tuðarans Indriða, sem fær sig erfiðlega til þess að framkvæma hlutina, fékk að njóta sín á ný þegar Jón Gnarr svaraði Geir á Twitter með myndbandi þar sem hann les upp textann.

„Flott. Legg inn á þig 1000 kr. Takk fyrir mig,“ skrifar Geir og þakkar Jóni Gnarr fyrir. Jón afþakkaði greiðsluna en benti áhugasömum hins vegar á að leggja Samtökunum '78 lið.

Hér meðfylgjandi er hlekkur á myndbandið auk skjáskots af ummælum Jóns Vals.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Lífið

Drottningin í öllu sínu veldi

Lífið

Snillingar í að kjósa hvert annað

Auglýsing

Nýjast

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Auglýsing