Ilse Jacob­sen, enn þekktasti hönnuður Dan­merkur, er látin, 62 ára að aldri, eftir bar­áttu við krabba­mein. Ilse naut virðingar um allan heim, meðal annars hér á landi, en hún var fyrsti hönnuðurinn til að koma gúmmí­stíg­vélum á tísku­palla víðs vegar um heim.

Ilse greindist með krabba­mein í ágúst 2021.

Í yfir­lýsingu frá fyrir­tæki Ilse, ljh A/S, kemur fram að Ilse hafi látist á sjúkra­húsi í gær um­vafin sínum nánustu. Biður fjöl­skyldan um frið á þessum erfiðu tímum auk þess sem hún þakkar heil­brigðis­starfs­fólki fyrir þá þjónustu sem Ilse fékk meðan á veikindunum stóð.

Ilse kom til Ís­lands árið 2019 og hitti þá að­dá­enda­hóp sinn hér á landi. Við það til­efni ræddi Frétta­blaðið við Evu Dögg Sigur­geirs­dóttur sem sagði að fata­merki Ilse stæði fyrir mun meira en einungis regn­fatnað.

„Línan hennar er miklu breiðari og inni­heldur há­tísku kven­­fatnað sem margar konur á Ís­landi og um heim allan þekkja og elska,“ sagði hún.