Ilse Jacobsen, enn þekktasti hönnuður Danmerkur, er látin, 62 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Ilse naut virðingar um allan heim, meðal annars hér á landi, en hún var fyrsti hönnuðurinn til að koma gúmmístígvélum á tískupalla víðs vegar um heim.
Ilse greindist með krabbamein í ágúst 2021.
Í yfirlýsingu frá fyrirtæki Ilse, ljh A/S, kemur fram að Ilse hafi látist á sjúkrahúsi í gær umvafin sínum nánustu. Biður fjölskyldan um frið á þessum erfiðu tímum auk þess sem hún þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir þá þjónustu sem Ilse fékk meðan á veikindunum stóð.
Ilse kom til Íslands árið 2019 og hitti þá aðdáendahóp sinn hér á landi. Við það tilefni ræddi Fréttablaðið við Evu Dögg Sigurgeirsdóttur sem sagði að fatamerki Ilse stæði fyrir mun meira en einungis regnfatnað.
„Línan hennar er miklu breiðari og inniheldur hátísku kvenfatnað sem margar konur á Íslandi og um heim allan þekkja og elska,“ sagði hún.