Lífið

Ilmur, Sveppi og Jón Gnarr meðal höfunda Skaupsins í ár

Þá er ljóst hverjir sjá um Áramótaskaupið í ár!

Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð . Mynd/RÚV

Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð . 

Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að Arnór Pálmi sé hæstánægður með hópinn og að handritavinnan gangi vel.

„Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því,“ segir Arnór Pálmi í tilkynningu.

Tökur hefjast um miðjan nóvember og sér Glassriver um framleiðsluna líkt og í fyrra. Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni. 

Hér að neðan má sjá myndskeið úr skaupinu í fyrra. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Brellur og auka­per­­­sónur skyggja á Heru Hilmars

Lífið

Beyoncé tók lagið í indverskri veislu

Lífið

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Auglýsing

Nýjast

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Kom nakinn fram hjá Gísla Marteini

Ótrúleg saga Vivian Maier

Bókar­kafli: Vertu stillt

Auglýsing