Banda­ríski leikarinn Ray Porter, sem ljær ill­menninu Dark­s­eid í glæ­nýrri út­gáfu leik­stjórans Zack Snyder af Justice Leagu­e, greinir frá því að hann þekki barna­barna­barn ís­lenska skáldsins Vatns­enda-Rósu.

Í nýrri út­gáfu myndarinnar, sem er rúm­lega fjórir tímar að lengd og sýnd er á streymis­veitunni HBO Max, er sér­stakt at­riði tekið upp á Ís­landi þar sem ís­lenskar konur kveðja ofur­hetjuna Aqu­aman með vísum Vatns­enda-Rósu. At­riðið má sjá hér að neðan en það hefur vakið heims­at­hygli.

Ljóst er á tísti Porter að honum finnst heimurinn ansi smár. „Vinur minn og skóla­fé­laga líkaði vel að sjá heima­land sitt í myndinni og sagði mér að þetta ljóð/lag væri skrifað af lang­ömmu sinni,“ skrifar Porter á Twitter.

Um er að ræða þekktustu vísur Rósu Guð­munds­dóttur sem uppi var árin 1795 til 1855. Að því er segir á vef Vísinda­vefsins er um að ræða kunnustu ástar­kvæði ís­lensks skálds. Kvæðið er iðul­lega sungið við ís­lenskt þjóð­lag og hefur í út­setningu Jóns Ás­geirs­sonar orðið eitt ást­sælasta lag þjóðarinnar.

Í at­riðinu í út­gáfu Zack Snyder af Justice Leagu­e kveðja ís­lensku konurnar úr smá­þorpinu vatns­ofur­hetjuna og virðist hann hafa gegnt lykil­hlut­verki í að halda í því lífinu. Á meðan fylgist leður­blöku­maðurinn Bruce Wa­yne, sem leikinn er af Ben Af­f­leck.