Car­los Marin, með­limur í hinni gríðarvin­sælu poppóperu hljóm­sveit Il Divo, lést á spítala í Manchester í dag eftir bar­áttu við Co­vid-19.

Hin spænski Car­los, sem var 53 ára, veiktist af veirunni þann 7. desember og þurfti í kjöl­farið að leggjast inn á Manchester Royal Hospi­tal í öndunar­vél.

Hljóm­sveitar­með­limir Il Divo stað­festu and­lát Car­los á Twitter og sögðust syrgja fé­laga sinn gífur­lega.

„Það er með sorg í hjarta sem við til­kynnum ykkur að vinur okkur og fé­lagi, Car­los Marin, hefur látist. Hans verður sárt saknað af fjöl­skyldu, vinum og að­dá­endum. Það mun aldrei verða önnur rödd eða sál sem jafnast á við Car­los,“ segir á Twitter síðu Il Divo.

Söng síðast á tónleikum 6. desember

Car­los hafði sungið með Il Divo allt frá því Simon Cowell stofnaði hljóm­sveitina árið 2003 en hún er ein vin­sælasta óperu­sveit heims og hefur selt meira en 30 milljónir platna víða um heim.

Hann kom fram með Il Divo í síðasta skiptið á tón­leikum hljóm­sveitarinnar í Bath í Bret­landi 6. desember síðast­liðinn en lagðist inn á spítala einungis tveimur dögum síðar.

Il Divo af­lýstu í kjöl­farið öllum tón­leikum sínum fram til ársins 2022. Ó­ljóst er hver fram­tíð hljóm­sveitarinnar er í kjöl­far and­láts Car­los.

„Í sau­tján höfum við fjórir verið saman á þessu ó­trú­lega ferða­lagi Il Divo og við munum sakna okkar kæra vinar mikið,“ skrifuðu fé­lagar Car­los, þeir David Miller, Sé­bastien Izam­bard og Urs Bühler á Twitter.

„Við vonum og biðjum fyrir því að hans fal­lega sál hvíli í friði. Ástar­kveðjur, David, Sebastien og Urs.“