Guð­rún Ýr Ey­fjörð, betur þekkt sem GDRN, rifjaði upp gamlar hremmingar í Síð­degis­þættinum á K100 fyrir helgi þegar henni var hrein­lega stolið á sæþotu og hún beðin um að giftast við­komandi þar sem hún var stödd í útskriftarferð MR í Marokkó.

„Það var bilaður öldu­gangur. Það var ein­hver maður sem „basi­cally“ stal mér!“ segir Guð­rún. Nokkrir menn hafi mætt að hjálpa mennt­skælingunum úr öldu­ganginum á sæþotunum og í land.

Hún segir það hafa gerst í­trekað að sér hafi verið boðið kamel­dýr í stað giftingar. „Ég var orðin frekar þreytt á þessu eftir viku,“ segir Guð­rún létt í bragði.

„En svo er ég að fara og það er ein­hver að fara að hjálpa mér yfir öldu­ganginn og þá stekkur þessi maður bara og hrindir hinum af og fer bara með mig lengst út á sjó og biður mig um að giftast sér. Ég verð skít­hrædd og tek stýrið og hugsa: „Ég ætla að henda honum af.“ Og fer í ein­hverja snúninga og fatta að þetta „meikar ekkert sen­se,“ segir söng­konan.

„Þannig að ég sneri mér við og sagði: „If you touch me I will kick you in the face,“ segir Guð­rún við K100. Þá sleppti maðurinn henni loksins.