Lífið

Idris Elba gefur í skyn að hann sé næsti Bond

Breski leikarinn Idris Elba var kannski bara að stríða aðdáendum sínum í dag.

Ætli Elba taki næst að sér að leika njósnarann James Bond? Fréttablaðið/Getty

Allt ætlaði um koll að keyra á samfélagsmiðlum í dag þegar breski leikarinn Idris Elba gaf í skyn á Twitter í dag að hann væri mögulega næsti James Bond en sögusagnir þess efnis hafa lengi verið háværar. 

Daniel Craig, sem leikið hefur njósnarann víðfræga í síðustu fjórum Bond myndum, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að taka hlutverkið að sér aftur.

Ameríski kvikmyndaframleiðandinn Antoine Fuqua ýtti enn frekar undir sögusagnir í vikunni um að Elba verði hinn næsti Bond þegar hann sagði í viðtali að yfirframleiðandi Bond-myndanna Barbara Broccoli hafi sagt að það væri tímabært að leikari sem ekki er hvítur tæki að sér hlutverkið.

Lengi hafa gengið sögusagnir um að Elba verði næsti Bond, auk þess sem aðdáendur hans hafa kallað eftir því. Í dag blés hann því miklum byr undir sögusagnirnar þegar hann setti færslu á Twitter þar sem hann sagði

„Ég heiti Elba, Idris Elba,“ líkt og og James Bond gerir iðulega þegar hann kynnir sig.

Eftir að hann birti færsluna ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum en áður en allt varð algerlega vitlaust þá birti hann aðra færslu, sem dró aðeins úr fólki, en þar sagði hann fólki ekki að trúa öllu sem það heyrir. Við verðum því að bíða ögn lengur eftir því að vita hvort Elba verði í raun hinn næsti Bond.

Elba er þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum The Wire og Luther.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Kynningar

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Auglýsing

Nýjast

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Drengurinn sem lifði af – lifir enn

Auglýsing