Antonella Barba, sem tók þátt í American Idol árið 2007 og Fear Factor árið 2012, var hand­tekin á fimmtu­dag í síðustu viku í borginni Nor­folk í Virginíu, grunuð um dreifingu heróíns. 

Hún sér fram á á­kæru vegna málsins en hún er sögð bera á­byrgð á dreifingu um 100 gramma af efninu. Hin 31 árs Barba tók þátt í sjö­ttu seríu American Idol árið 2007 þar sem hún náði í sex­tán manna úr­slit. Þá keppti hún í Fear Factor árið 2012. Hún hefur áður verið á­kærð fyrir búðar­hnupl.

Frétt Associated Press.