Lífið

Iceland Airwaves og meikin miklu

Í ár fagnar Iceland Airwaves 20 ára afmæli sínu. Hátíðin byrjaði sem hálfgerð gripasýning á íslensku og erlendu tónlistarfólki fyrir framan útsendara plötufyrirtækja. Í gegnum árin hafa nokkrar sveitir meikað það á þessu sviði.

Hjaltalín að trylla lýðinn á Airwaves fyrir tveimur árum. Fréttablaðið/Ernir

Það var í október árið 1999 sem Iceland Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta sinn í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Tónleikarnir voru svokallað „showcase“ enda áhorfendur nánast eingöngu njósnarar frá erlendum plötufyrirtækjum ásamt blaðamönnum og fleira bransaliði. EMI Publishing var meðal þeirra aðila sem stóðu fyrir tónleikunum ásamt Flugleiðum með aðstoð frá Skífunni og Undirtónum. Íslensku böndin sem spiluðu voru Ensími, Quarashi, Gus Gus, Toy Machine og fleiri. Erlendar sveitir voru svo auðvitað á svæðinu – Thievery Corporation, Zoe og Soul Coughin.

„Við vorum nú svona að grínast með það að þessir tónleikar væru bara árshátíð fyrir einhverja útlendinga,“ sagði Jonni úr Ensími við þetta tækifæri í samtali við Fókus en þeir virtust ekki kippa sér upp við það að þurfa að koma fram fyrir svona mikið af plötubransafólki. En allar götur síðan þetta örlagaríka kvöld fyrir tæpum 20 árum hefur Airwaves verið hátíð þar sem íslensk sem erlend bönd hafa getað komið sér á framfæri fyrir erlenda aðila.

Retro Stefson vakti fyrst athygli með spilamennsku sinni á Air­­waves-hátíðinni meðal annars. Vilhelm Gunnarsson
Hljómsveitin Mammút heillaði erlenda blaðamenn og útsendara plötufyrirtækja á Airwaves. Þau slógu í gegn með fallegum hljómum og góðum söng.
Jakobína­rína gerði það ansi gott og var kannski á barmi heimsfrægðar eftir góða frammistöðu á hátíðinni. Einar Ólason / E.Ól.
The Rapture var tiltölulega óþekkt þegar hún spilaði hér á landi en skaust upp á stjörnuhimininn eftir það, þó sveitin hafi aðeins stoppað þar í stutta stund. Hörður Sveinsson
Íslandsvinirnir í Hot Chip urðu eldheitir eftir spilamennsku á Airwaves.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hefur grátið yfir bragðgóðum mat

Menning

Hefur myndað allar kirkjur landsins

Auglýsing

Nýjast

Að klæja í lífið

Bókar­kafli: Riddarar hringa­vit­leysunnar

Höfundur í leit að nýjum heimum

Nauð­syn­legt að ganga í takt við unga fólkið

Draumagjafir dýravina, bænda og veiðimanna

Google-leitir ársins 2018

Auglýsing