„Þetta verður ef­laust skemmti­legasta há­tíðin til þessa,“ segir Anna Ást­hildur Thor­steins­son, markaðs­stjóri Iceland Airwa­ves, en hún hefur unnið hörðum höndum síðasta árið við að skipu­leggja tón­listar­veisluna. Hún segir margar skemmti­legar breytingar hafa orðið í ár og að góð miða­sala og fílingur hafi þegar sett plús í kladdann.

Dag­skrá sem setur svip sinn á mið­bæinn

Há­tíðin var form­lega sett í morgun af Guðna Th. Jóhannes­son, for­seta Ís­lands, við há­tíð­lega at­höfn á hjúkrunar­heimilinu Grund. Tón­leikar eru haldnir víðs vegar um borgina og að sögn Önnu bætist við það sem líður af degi. Tón­leika­staðir eru meðal annars kirkjur, rokk­barir, nýir staður og gamlir og verður bæði hægt að fara á við­burði ó­keypis og með arm­band.

„Það verður geggjuð stemmning í kvöld í Lista­safninu þar sem Kælan Mikla opnar kvöldið sem endar með svalasta kú­reka heims, Or­vil­le Peck, og einu besta live bandi Ís­lands Une Misér­e.“ Anna segir Airwa­ves teymið varla halda vatni yfir dag­skránni í ár.

Tónlistaunnendur láta fæstir Iceland Airwaves framhjá sér fara.
Fréttablaðið/Andri