Tón­listar­há­tíðinni Iceland Airwa­ves hefur nú verið frestað í annað sinn. Nú til ársins 2022.

Í til­kynningu frá Senu kemur fram að há­tíðinni sé frestað vegna á­fram­haldandi Co­vid-tak­markanna. Nýjar dag­setningar fyrir há­tíðina eru mið­viku­dagurinn 2. nóvember til laugar­dagsins 5. nóvember 2022.

Í til­kynningunni er farið yfir þær breytingar sem ný­verið voru gerðar á sam­komu­tak­mörkunum og segir að þrátt fyrir að miðað sé við 500 manns í nýjustu sótt­varna­reglunum þá séu fyrir­vararnir sem settir eru við þann fjölda svo hamlandi fyrir stærri og standandi við­burði að úti­lokað sé að halda við­burði eins og Airwa­ves en þau eru, meðal annars, að á sitjandi við­burðum þurfi fólk að snúa fram og bera grímur þar til það sest.

„Þetta er tra­gedía. Þegar reglurnar komu og það eru tveir mánuðir í há­tíð þá sjáum við að þetta er allt þannig úr garði gert að það er ekki fræði­legur mögu­leiki að halda við­burði á borð við Iceland Airwa­ves. Það er ekki hægt, eins og er, að skipu­leggja neina stærri við­burði á Ís­landi og það er ekki von til þess að það verði hægt í nánustu fram­tíð,“ segir Ís­leifur Þórhallsson fram­kvæmda­stjóri Senu, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Ís­leifur segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann sakni þess að sjá heild­stæða sýn til lengri tíma um til­gang og til­ætluð á­hrif þessara tak­markanna,. Þá segir hann allt við fram­kvæmd og inn­leiðingu hrað­prófanna ó­ljóst og þá sér­stak­lega að­gengi tón­leika­gesta að slíkum prófum.

„Reglu­gerðin tekur gildi 3. septem­ber en það verður ekkert til með þessi próf fyrr en um miðjan septem­ber eða seinna þannig reglu­gerðin er nánast gagns­laus þangað til. Það er ekkert kerfi til að koma tón­leika­gestum í próf,“ segir Ís­leifur.

Hátíðin hefur ekki verið haldin frá árinu 2019.

Flytjendur sorgmæddir

Ís­leifur segir að að­stand­endur há­tíðarinnar muni eiga sam­tal við hvern einasta flytjanda en að þeir er­lendu flytj­endur sem nú þegar sé búið að hafa sam­band við hafi nærri öll lýst yfir undrun og sagst sorg­mædd yfir þessum fréttum.

„Sorgin snýst um að öllum finnst eins og það ætti að vera hægt að halda há­tíðina. Það er allt komið í gang er­lendis og þessir er­lendu lista­menn sem eru bókaðir eru farnir að „túra“. Það eru öll til­búin að koma, eru öll bólu­sett og til­búin að fara eftir öllum reglum og treystu okkur til að fram­kvæma þetta. 65 er­lend bönd frá öllum heims­hornum al­ger­lega til­búin að koma en það er erfitt að út­skýra fyrir þeim hvað er ná­kvæm­lega í gangi hérna,“ segir Ís­leifur.

Það er ekki hægt, eins og er, að skipu­leggja neina stærri við­burði á Ís­landi og það er ekki von til þess að það verði hægt í nánustu fram­tíð

Hann segist ekki sáttur við það fyrir­komu­lag sem nú er á Ís­landi og vill meiri um­ræðu um til­gang tak­markanna.

„Það eru engar hömlur í Eng­landi og það eru haldnar ris­a­tón­leika­há­tíðir. Ís­lendingar mega fljúga þangað og fara á risa­stórar há­tíðir og koma svo aftur heim en það er ekki hægt að halda Iceland Airwa­ves hér í Reykja­vík,“ segir Ís­leifur.

Í til­kynningunni kemur fram að að­stand­endur há­tíðarinnar hafi trúað því að hægt væri að halda há­tíðina hér með öruggum hætti.

„Að­stand­endur Iceland Airwa­ves trúa því að hægt hefði verið að halda há­tíðina með öruggum og á­byrgum hætti, með öllum til­tækum öryggis­ráð­stöfunum, en yfir­völd virðast ó­sam­mála því. Það þarf vart að taka það fram að Airwa­ves teymið er eyði­lagt yfir að þurfa að færa há­tíðina um eitt ár til við­bótar,“ segir í til­kynningunni sem má sjá í heild sinni hér að neðan en þar eru upp­lýsingar um það hvað miða­hafar geta gert vilji þau óska eftir endur­greiðslu.