Banda­ríski rapparinn og leikarinn Tra­cy Lauren Mar­row, betur þekktur sem Ice-T, kom með ó­borgan­legt svar þegar á­horf­andi Law and Or­der spurði hann af hverju enginn í þáttunum noti grímur vegna kóróna­veirufar­aldursins.

Ice-T hefur farið með hlut­verk rann­sóknar­lög­reglu­mannsins Oda­fin Tutu­ola í sjón­varps­þáttunum Law and Or­der: Special Victims Unit í rúma tvo ára­tugi en spurninguna fékk hann á Twitter þegar hann var að vekja at­hygli á nýjasta þættinum.

„Spurning? Af hverju notar engin í Law and Or­der grímu?“ spurði Twitter notandinn David Tella­do við fæslu Ice-T. Ekki stóð á svörum hjá leikaranum sem sagði ein­fald­lega; „Því þetta er þykjusta...“

Fjöl­margir hafa brugðist við færslu Ice-T en nokkur slík við­brögð má finna hér fyrir neðan.