Tón­listar­maðurinn og leikarinn Ice Cube ætlar ekki að láta bólu­setja sig gegn kórónu­veirunni. Hann hefur nú á­kveðið að hætta við kvik­mynda­verk­efni sem stóð til að færi fram á Hawa­ii í vetur – og hafna um leið launa­tékka upp á rúman milljarð króna.

Hollywood Reporter greinir frá þessu og vísar í heimildir sínar.

Ice Cube sam­þykkti í júní síðast­liðnum að leika í gaman­myndinni Oh Hell No á­samt Jack Black. Í fréttinni kemur fram að fram­leiðslu­fyrir­tæki myndarinnar, Sony, hafi farið fram á það að þátt­tak­endur í verk­efninu létu bólu­setja sig áður en tökur hæfust. Ice Cube er sagður hafa hafnað því og um leið dregið sig úr verk­efninu.

Fram­leið­endur myndarinnar eru nú sagðir leita að öðrum leikara til að fara með aðal­hlut­verkið á­samt Jack Black. Er Ice Cube sagður hafa átt að fá 9 milljónir Banda­ríkja­dala, rúm­lega milljarð króna, fyrir þátt­töku sína í verk­efninu.