Viltu gista á Business, Econo­my eða Premium Class? Það er allt í boði í þessari íbúð sem nú er til sölu á Hafnar­götu í Kefla­vík.

Um er að ræða ein­staka fjögurra her­bergja íbúð á 2. hæð sem býður í­búum upp á flug­ferð án þess að þurfa að hafa við­komu á Kefla­víkur­flug­velli.

Upp­sett verð eru 42,9 milljónir króna og er í­búðin 107,6 fer­metrar að stærð. Í svefn­her­bergjunum og bað­her­berginu er ein­stök lýsing, svo­kölluð teygð-loft eða stretch ceilings.

Þá er þar einnig að finna stóra flug­véla­mynd inni í stofu sem gerð er með þessari tækni. Eitt her­bergjanna er til dæmis með norður­ljósin dansandi í loftinu. Nánari upplýsingar má nálgast á vef fasteignasölunnar.

Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól
Mynd/Húsaskjól