Leik­konan Al­dís Amah Hamilton ætlaði einu sinni að gera það gott í Suður-Kóreu og fór hún í prufur fyrir Suður-Kóreska Idolið. Hún greinir frá þessari skemmti­legu sögu í við­tali í Bransasögum Íslandsbanka sem sjá má hér að neðan.

Al­dís vakti mikla at­hygli fyrr í haust þegar hún gagn­rýndi leik­hús á Ís­landi fyrir skort á fjöl­breyti­leika í leikara­vali. Hún sagði í sam­tali við Frétta­blaðið telja marga veigra sér við því að gagn­rýna leik­húsin opin­ber­lega.

„Ég ætlaði mér alls ekki að vera leik­kona. Ég ætlaði að vera söng­kona og dansari,“ segir leik­konan í þessu fyndna við­tali.

„Það vita þetta ekki margir, en ég var stödd í New York árið 2011 að reyna að komast inn í Suður-Kóreska American Idol,“ segir leik­konan sem ræður sér vart fyrir hlátri yfir eigin sögu.