Leikkonan Aldís Amah Hamilton ætlaði einu sinni að gera það gott í Suður-Kóreu og fór hún í prufur fyrir Suður-Kóreska Idolið. Hún greinir frá þessari skemmtilegu sögu í viðtali í Bransasögum Íslandsbanka sem sjá má hér að neðan.
Aldís vakti mikla athygli fyrr í haust þegar hún gagnrýndi leikhús á Íslandi fyrir skort á fjölbreytileika í leikaravali. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið telja marga veigra sér við því að gagnrýna leikhúsin opinberlega.
„Ég ætlaði mér alls ekki að vera leikkona. Ég ætlaði að vera söngkona og dansari,“ segir leikkonan í þessu fyndna viðtali.
„Það vita þetta ekki margir, en ég var stödd í New York árið 2011 að reyna að komast inn í Suður-Kóreska American Idol,“ segir leikkonan sem ræður sér vart fyrir hlátri yfir eigin sögu.