Fólk

„Alltaf að leita að nýjum ævintýrum“

Skórnir skipta Gunnar Inga Harðarson miklu máli þegar kemur að útlitinu.

Hér klæðist Gunnar Ingi buxum og frakka úr Zöru og Yeezy Boost 350 Blue Tint skóm úr Húrra Reykjavík. Hliðartaskan er frá Gucci.

Tískuáhuginn hefur lengi verið til staðar hjá Gunnari Inga Harðarsyni körfuboltamanni og þá sérstaklega áhuginn á skóm, sem með árunum hafa orðið sífellt mikilvægari og stærri hluti af heildarútlitinu hjá honum.

„Mér finnst ungir karlmenn vera meira meðvitaðir um það í hverju þeir eru og hvaðan fötin koma. Samfélagsmiðlar og aukinn áhugi á tísku yfir höfuð hefur aukist og hefur bara jákvæð áhrif. Síðan finnst mér hinn svokallaði „shoe game“ hérlendis hafa þróast gríðarlega vel, þú sérð varla unga karlmenn illa skóaða lengur.“

Hér klæðist Gunnar Ingi Libertine-buxum sem hann keypti í Húrra Reykjavík.Stenströms-skyrtuna og Sand-frakkann keypti hann í Herragarðinum. Fréttablaðið/Anton Brink

Hann lýsir fatastíl sínum sem fjölbreyttum og þægilegum. „Ég geng mikið í íþróttafötum, sérstaklega yfir körfuboltatímabilið, þar sem ég eyði mestum tíma í íþróttahúsinu. Hins vegar finnst mér fátt skemmtilegra en að klæða mig upp á með fínum skyrtum og jakkafötum.“

Innblástur kemur víða

Gunnar Ingi er 21 árs, fæddur og uppalinn í Reykjavík og bý í Laugardalnum. „Ég kom heim úr háskólanámi frá Bandaríkjunum fyrr í vetur og starfaði eftir heimkomuna sem stuðningsfulltrúi í Grandaskóla ásamt því að spila körfubolta fyrir Val. Helstu áhugamál mín eru íþróttir, skór, tónlist og ferðalög þar sem ég er alltaf að leita að nýjum ævintýrum.“

Hann segist ekki eiga sér neinar sérstakar tískufyrirmyndir þótt hann sæki vissulega innblástur frá hinum og þessum á samfélagsmiðlunum. „Ég fylgist með nýjum straumum úr tískuheiminum og bara hvað er heitt hverju sinni. Svo hefur Davíð Einarsson í Herragarðinum verið mjög duglegur að aðstoða mig við rétt val á fötum.“

Buxurnar eru frá 66°Norður. Peysan er Nike Tech Fleece og skórnir Nike Epic React. Fréttablaðið/Anton Brink

Hvaða litir eru í uppáhaldi?

Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af svörtu, gráu og hvítu en mér finnst líka mjög gaman að poppa „lúkkið“ aðeins upp með einhverri rosalega bjartri flík.

Hvar kaupir þú helst fötin þín?

Í Herragarðinum og Húrra Reykjavík hér heima en ég reyni að kaupa íþróttaföt eingöngu í Bandaríkjunum. Síðan pantar maður af og til eitthvað af netinu og þá er það voða misjafnt hvaðan.

Áttu minningar um gömul tískuslys?

Það koma flíkur upp í hugann sem ég myndi alls ekki kaupa núna í dag en voru á þeim tíma kannski mjög svalar.

Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá?

Ég á Jordan 4 skó sem verða alltaf klassískir og ég hef átt þá í langan tíma.

Áttu þér eina uppáhaldsflík?

Uppáhaldsflíkin mín er Drangajökull-úlpan frá 66°Norður og miðað við veðrið núna kemur hún sér einkar vel allt árið.

Gunnar Ingi Harðarson. Fréttablaðið/Anton Brink

Bestu og verstu fatakaupin?

Ég hugsa að bestu kaup mín hafi verið Sand-frakki sem ég keypti í Herragarðinum. Hann er geggjaður og passar við svo margt. Flestar flíkur sem renna aldrei úr tísku eru yfirleitt bestu kaupin. Mín verstu kaup eru örugglega einhverjir jakkar sem hafa verið pantaðir á netinu og hafa verið lítið sem ekkert notaðir.

Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína?

Það held ég ekki. Tíska er orðinn svo stór hluti af samfélagi okkar í dag að ég held að margir séu duglegir að kaupa sér nýjar flottar flíkur.

Notar þú fylgihluti?

Voðalega lítið. Ég nota þó yfirleitt alltaf úr og sólgleraugu þegar við á. Síðan á ég eina mjög fína hliðartösku sem ég nota stundum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Mathöll Höfða opnar á föstudag

Fólk

Lady Gaga steig ó­vænt á stokk

Fólk

Sigga lét blekkjast: „Passið ykkur á þessum síðum“

Auglýsing

Nýjast

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Auglýsing