Leikhópur Borgarleikhússins mun í kvöld leiklesa valda hluta úr samtali þingmannanna sex úr Miðflokknum og Flokki fólksins í samræðum sem fram fóru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Útsending frá leiklestrinum hefst klukkan 20.30 en sýningin fer fram á litla sviði leikhússins.

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu en þær Edda Björg Eyjólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina. Hilmar Guðjónsson mun síðan tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá leiklestri hópsins.