Víkur­fréttir, héraðs­miðill Reykja­nes­bæjar, hefur sett upp beina út­sendingu þar sem hægt er að fylgjast með Keili og svæðinu í kring. Fylgjast má með streyminu í beinni hér að neðan.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá benda nýjar gervi­tungla­myndir frá svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis til kviku­inn­skots.

Sagði Páll Einars­son, jarð­eðlis­fræðingur, nú síð­­degis að ein af þeim sviðs­­myndum sem verði nú að taka al­var­­legra eftir mælingar da­gsins sé sú að kvika leiti upp á yfir­­­borð og að gos verði mögu­­lega á ó­­væntum stað.