Víkurfréttir, héraðsmiðill Reykjanesbæjar, hefur sett upp beina útsendingu þar sem hægt er að fylgjast með Keili og svæðinu í kring. Fylgjast má með streyminu í beinni hér að neðan.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá benda nýjar gervitunglamyndir frá svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis til kvikuinnskots.
Sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, nú síðdegis að ein af þeim sviðsmyndum sem verði nú að taka alvarlegra eftir mælingar dagsins sé sú að kvika leiti upp á yfirborð og að gos verði mögulega á óvæntum stað.