Samson, klónaði hvolpur fyrrverandi forsetarfrúarinnar, hefur nú opnað augun. Dorrit Moussaieff tilkynnti um komu hvolpsins við lok síðasta mánaðar en hann er, eins og áður hefur verið greint frá, klónaður af fyrri hundi forsetahjónanna Sámi.

Við færsluna segir Dorrit „Samson hefur opnað augun. Eyrun hans hafa byrjað að birtast, hann sveiflar skottinu og er 14 tommu langur.“ 14 tommur samsvara um 35,56 sentímetrum.

Ólafur Ragnar Grímsson, maður Dorritar og fyrrverandi forseti, tilkynnti í janúar á þessu ári að þau ætluðu að láta klóna hundinn sinn Sám, sem lést í byrjun ársins.