Bandaríska dýraatharfið Mac's Mission bjargaði hvolpi sem fannst einn og yfirgefinn úti í kuldanum. Hvolpurinn hefur fengið nafnið Narwhal, eða Náhvalur upp á íslensku, en hann fæddist með skott á enninu.

Hvolpurinn hefur slegið í gegn víða um allan heim og hafa myndböndin og myndirnar, sem dýraathvarfið birti, farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin sem Mac's Mission birti.

Facebook/Mac the pitbull
Facebook/Mac the pitbull

Fyrir nokkru fór starfsmaður athvarfsins með Narwhal í röntgenmyndatöku til að skoða nánar skottið á enninu. Það reyndist vera beinlaust og brjósklaust. Skottið er staðsett á milli augna hvolpsins og hreyfist ekki. Hvolpurinn er annars við góða heilsu og þar sem skottið hefur engin neikvæð áhrif á heilsu hvolpsins verður það ekki fjarlægt.

Facebook/Mac the pitbull
Facebook/Mac the pitbull