Fyrir skemmstu var til­kynnt á al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíðinni í Hauga­sundi hvaða fimm kvik­myndir frá Norður­löndunum hljóta til­nefningar Kvik­mynda­verð­launa Norður­landa­ráðs 2019. Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálma­son hefur verið til­nefnd af hálfu Ís­lands.

Í Hvítum, hvítum degi fjallar leik­stjórinn Hlynur Pálma­son um sálar­lífs­kreppu mið­aldra lög­reglu­stjórans Ingi­mars sem missir eigin­konu sína svip­lega. Í rök­stuðningi ís­lensku dóm­nefndarinnar kemur fram að sálar­líf Ingi­mars endur­speglist í sjón­rænni frá­sagnar­að­ferð myndarinnar sem sé í senn kyn­leg og ljóð­ræn. Ingvar E. Sigurðs­son fer með hlut­verk Ingi­mars og hefur þegar hlotið verð­laun fyrir.

Um er að ræða eftir­sóttustu verð­launin á Norður­löndunum og er mark­mið þeirra að auka á­huga á nor­rænu menningar­sam­fé­lagi og sam­starfi um um­hverfis­mál, svo og að vekja at­hygli á verk­efnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista og um­hverfis­mála. Sex­tán kvik­myndir hafa hlotið verð­launin sem voru fyrst af­hent árið 2002 og ár­lega frá árinu 2005.

Vinnings­hafinn verður til­kynntur við há­tíð­lega at­höfn þriðju­daginn 29. októ­ber 2019 í tengslum við þing Norður­landa­ráðs í Stokk­hólm, Sví­þjóð. Íslensku dómnefndina skipa þau Hilmar Oddsson, Börkur Gunnarsson, Helga Þórey Jónsdóttir.

Kvik­myndirnar fimm sem til­nefndar eru til Kvik­mynda­verð­launa Norður­landa­ráðs 2019:

Ís­land: HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR (titill á ensku: A White, White Day)
eftir Hlyn Pálma­son (leik­stjórn / hand­rit), Anton Mána Svans­son (fram­leiðandi)

Dan­mörk: QU­EEN OF HEARTS (titill á frum­máli: Dronnin­gen)
eftir May el-Touk­hy (leik­stjórn / hand­rit), Maren Lou­ise Käehne (hand­rit), Caroline Blanco og René Ezra (fram­leið­endur)

Finn­land: AUR­ORA (titill á frum­máli: Aur­ora)
eftir Miia Tervo (leik­stjórn / hand­rit), Max Malka (fram­leiðandi)

Noregur: BLIND SPOT (titill á frum­máli: Blind­sone)
eftir Tuva Novotny (leik­stjórn / hand­rit), Elisa­beth Kvit­hyll (fram­leiðandi)

Sví­þjóð: RECONSTRUCTING UTØYA (titill á frum­máli: Rekonstruktion Utøya)
eftir Carl Javér (leik­stjórn / hand­rit), Fredrik Lang­e (hand­rit / fram­leiðandi)