Ó­hætt er að segja að for­svars­menn Youtu­be rásarinnar Dating Beyond Bor­ders hafi spurt gesti sína að erfiðri spurningu nú á dögunum. Þau fengu til sín fjóra gesti og spurðu þau hvað þeim finndist kyn­þokka­fyllsta tungu­mál norður­landanna.

Til þess höfðu þau bundið fyrir augu þeirra og leyfðu þeim svo að hlusta á mis­munandi setningar á dönsku, sænsku, norsku, finnsku og að sjálf­sögðu ís­lensku.

„Ef þú værir smiður myndi ég negla þig,“ segir Telma Rán Viggós­dóttir, sem fengin var til að tala ís­lensku í mynd­bandinu. „Þú ert svo sæt að Nói Siríus er alveg að fara á hausinn,“ segir hún svo.

Einn við­mælandanna viður­kennir að hann viti ekki mikið um Ís­land, annað en „að þaðan sé skrítna söng­konan sem minnir á fugl.“

Þegar þau voru svo spurð að því hvert kyn­þokka­fyllsta tungu­málið væri gekk ís­lenskunni ekkert sér­lega vel. Tveir völdu dönsku, einn sænsku og sá fjórði valdi norsku.