Hvers vegna kemur svita­lykt? Hvernig má forðast svita­lykt?

Sæl/l og takk fyrir fyrir­spurnina

Sum líkams­svæði hafa mikið af svita­kirtlum, önnur minna. Mest af svita­kirtlum er að finna í lófum og iljum. Í handar­krikum og nárum er mikið af sér­stakri gerð svita­kirtla sem fram­leiða þykkan, fitu­mikinn svita. Þessi fitu­mikli sviti getur auð­veld­lega orðið gróðrar­stía fyrir sér­stakar tegundir baktería sem brjóta niður fituna og við það myndast lyktar­sterk efni, það er svita­lykt.

Svita­lykt getur orðið að al­var­legu vanda­máli sem meðal annars leiðir stundum til fé­lags­legrar ein­angrunar.

Gott getur verið að fara í sturtu/bað dag­lega og vanda valið á klæðnaði.

Náttúru­leg efni eins og bóm­ull, ull og silki eru á­kjósan­leg vegna þess að þau hafa þann eigin­leika að það loftar betur um húðina og dregur þannig úr líkum á of­hitnun.

Við á­reynslu er ýmis í­þrótta­fatnaður til sem er sér­stak­lega hannaður með það í huga að fjar­lægja raka af húðinni.

Notaðu svita­lyktar­eyði, helst án lyktar og ilm­efna eða svita­meðul sem inni­halda álklóríð verka venju­lega best.

Slökun getur líka hjálpað því hún dregur úr streitu og þar með líkunum á því að svitna.

Matar­æði getur haft á­hrif á lykt. Kaffi, og drykkir með koffíni, kryddaður og bragð­sterkur matur, allt þetta getur valdið aukningu á svita og þá um leið sterkari svita­lykt.

Þú getur lesið þér nánar til hér

Með kveðju

Thelma Kristjáns­dóttir, hjúkrunar­fræðingur