Hvítasunna

Hvers vegna höldum við hvíta­sunnu há­tíð­lega?

Hvítasunnudagur er í dag og annar í hvítasunnu á morgun. Hvítasunnudagur er 50. dagurinn eftir páskadag, og kallaðist pentekostē á forngrísku.

Málverk Giottos di Bondone frá fjórtándu öldinni sýnir úthellingu heilags anda á hvítasunnu. Nordicphotos/Getty

Allmargir landsmenn eru í fríi í dag og á morgun, enda hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu. Þótt hátíðin sé forn og rótgróin eru allmargir hér á landi óvissir um það hvers vegna við höldum þessa daga hátíðlega enda fær hátíðin alla jafna mun minni athygli en bæði jól og páskar.

Með hvítasunnunni, sem Grikkir til forna kölluðu pentekostē, og við höfum áður kallað hvítdrottinsdag, píkisdag eða pikkisdag, lýkur páskatímanum. Hvítasunnudagur er fimmtugasti dagur eftir páskadag og sá tíundi eftir uppstigningardag.

Þriðji í hvítasunnu

Þeir sem hafa gaman af því að slappa af, eða njóta þess almennt að vera í fríi, geta bölvað Kristjáni sjöunda Danakonungi. Árið 1770 ákvað konungur nefnilega að alþýðan fengi allt of marga frídaga. Ákvað konungur þá að þriðji dagur stórhátíða yrði felldur niður. 

Ef sú ákvörðun hefði ekki verið tekin væri vel mögulegt að Íslendingar gætu notið þess að slappa af á þriðjudaginn, enda þriðji í hvítasunnu einn þeirra frídaga sem Kristjáni sjöunda var í nöp við.

Gjöf heilags anda

Samkvæmt svari á vef Þjóðkirkjunnar, tru.is, er hvítasunna „stofndagur kirkjunnar, og eins konar vígsludagur hinnar almennu kirkju sem Guð gefur í Jesú Kristi“. Þá kemur þar aukinheldur fram að dagsins sé minnst sem þess dags er heilagur andi kom yfir lærisveinana. Er þessi atburður kallaður úthellings heilags anda.

„Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla,“ segir meðal annars í Postulasögunni.

Rætur í gyðingdómi

Einnig kemur fram á vef Þjóðkirkjunnar að hvítasunnan eigi fyrirrennara í hátíðahaldi Ísraels. Gyðingar haldi á þessum tíma eins konar uppskeruhátíð, þakkarhátíð fyrir fyrstu uppskeruna, og minnist þess er lýður Guðs hafði móttekið lögmálið á Sínaí. 

Þessi uppskeruhátíð nefnist shavuot, eða viknahátíðin, og er haldin á sjötta degi hebreska mánaðarins sivan. Líkt og á meðal kristinna eru rætur hátíðarinnar lítið þekktar á meðal gyðinga, eins og J.J. Goldberg fjallaði um í grein sem skrifuð var fyrir Forward.com. Miðillinn var stofnaður árið 1897 sem jiddískumælandi dagblað og varð fljótlega mest lesna dagblað sinnar tegundar.

Sagði Goldberg í grein sinni að af öllum stórum hátíðum gyðinga sé shavuot minnst þekkt á meðan meðaljónsins. „Ógreinileiki hennar er svo mikill að samræður um hátíðina hefjast alla jafna á því að rætt sé um hversu lítið þekkt hún er. Hún er einfaldlega best þekkt fyrir að vera verst þekkt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Dis­n­ey-bann á heim­il­i Knightl­ey

Fólk

Þefar uppi notaðan fatnað

Lífið

Taskan týndist í Frakklandi en kom í leitirnar á Íslandi

Auglýsing

Nýjast

Vistar­verur Hauks Ingvars­sonar hlutu Tómasar­verð­launin

Auglýsa ódýran bragga án stráa

Mynd­band: Risa­köngu­ló hrellir fjöl­­­skyldu í Kópa­vogi

Heildræn sýn á heilsuna

Gísli Marteinn er til í að tala sig hásan um Tinna

Harry opnaði sig um geðheilsu sína

Auglýsing