„Það er náttúrulega ástæða fyrir því að ég er ekki að fara. Ég mat það þannig að ég gæti ekki nýtt ferðina í fleiri erindi og þess vegna ákvað ég að fara ekki og að það væru það margir þarna fyrir Íslands hönd og mitt framlag væri dýrmætara heima.

En fyrir okkur á Íslandi er mjög mikilvægt að skoða hverja ferð sem við förum af eyjunni okkar og við reynum þá að hlaða upp erindum og vera frekar lengur og nýta ferðina betur og fara þá á fleiri staði.

Nú er Skotland náttúrlega mjög nálægt okkur þannig að þetta er frekar stutt ferð. En það er alveg til fyrirmyndar hjá Finn Ricart Andrasyni, sem er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og býr í Hollandi, að fara á loftlagsráðstefnuna með lest og rútu.

Það er einmitt þannig sem á að gera þetta. Og þeir sem eru að fara frá Evrópu geta gert þetta líka alveg eins og hann. Ég held að þessar upphrópanir um einkaþotur séu svona svolítið ýktar, ég þekki engan sem getur farið á einkaþotu. Það eru örugglega einhverjir sem gera það en svo verða þessar kröfur auðvitað að gilda fyrir alla.

Þær gilda ekki bara fyrir þá sem fara á loftslagsráðstefnur. Þær gilda fyrir þá sem eru að fara á fótboltaleiki, þeir sem að fylgja liðunum á fótboltaleiki eru rosalega margir og maður heyrir engar kröfur um að þeir meti hver þörfin fyrir þá er að vera á leikjunum og náttúrulega viðskiptaferðir allar, borgarferðir bara til að fara að versla, þú veist – listinn er endalaus.

En það kom fram í aðdraganda ráðstefnunnar að eins og flestar flugferðir sem farnar eru innan Evrópu, þá er lest sem að tekur sex tíma eða minna, sem gengur þessa sömu leggi.

Já, það er kannski rétt að benda á að þessar loftslagsráðstefnur eru flóknar samningaviðræður. Og það eiga sér kannski ekki stað flóknar samningaviðræður á öllum loftslagsráðstefnum en á þessari er um það að ræða. Og það er mjög erfitt að gera samninga án þess að fólk sé á staðnum. Og þess vegna held ég að margir hafi metið það þannig að það sé miklu betra að vera á staðnum.“