Kanadíski listamaðurinn, Abel Makkonen Tesfaye, betur þekktur sem The Weeknd, var óþekkjanlegur á rauða dreglinum í heimalandi sínu.

The Weeknd, sem hefur verið auðþekkjanlegur vegna íburðarmikillar hárgreiðslu og alskeggs, mætti nýklipptur og rakaður á frumsýningu myndarinnar, Uncut Gems, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Hann fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt þeim Adam Sandler og Idina Menzel.

The Weeknd hætti nýlega með fyrirsætunni Bella Hadid, kærustu sinni til fjögurra ára, og velta aðdáendur hans fyrir sér hvort að útlitsbreytingarnar tengist sambandsslitunum.

The Weeknd hætti nýlega með kærustu sinni til fjögurra ára, fyrirsætunni Bella Hadid.
Nordicphotos/Getty
The Weeknd (annar frá vinstri) ásamt hópnum sem kemur að kvikmyndinni Uncut Gems.
Nordicphotos/Getty