Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með nýjustu þáttaröðinni að ótrúlegar vendingar hafa átt sér stað. Claire Crawley hefur látið sig hverfa og í hennar stað er komin Tayshia Adams.
Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá yfirgaf Crawley þáttaröðina snemma eftir að hafa kolfallið fyrir Dale Moss. Þaueru núna trúlofuð og sagðist Crawley á Instagram í síðustu viku ekki sjá eftir neinu.
Er þetta í fyrsta skiptið í tuttugu ára sögu þáttanna sem slíkt hefur gerst, það er að segja, að skipt sé um piparmey.
Ekki hennar fyrsta gigg
Aðdáendur þáttanna, í hinni svokölluðu Bachelor þjóð, vita vel að þáttaröðin nú er ekki fyrsta giggið hennar.
Hún kom fram í 23 seríu af The Bachelor og hreppti næstum lokarósina frá Colton Underwood sem braut í henni hjartað í lokaþættinum.
Þá mætti okkar kona jafnframt til leiks í seríu 6 af Bachelor in Paradise þar sem hún deitaði John Paul Jones. Þau hættu þó á endanum saman, en hann virtist nokkuð hrifnari af henni en hún af honum.

Stýrir hlaðvarpsþætti
Tayshia hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarin ár. Tayshia starfaði áður við blóðrannsóknir en hefur snúið sér að allskonar verkefnum eftir að hún varð fræg í Bachelor.
Hún stýrir til að mynda hlaðvarpsþættinum Click Bait ásamt frægum Bachelor keppendum þeim Hönnuh Ann Sluss og Joe Amabile.
Í þættinum kryfja þau steiktustu fyrirsagnir frétta af poppkúltúr og ræða smellibeitufréttir, svo hlustendur þurfi þess ekki sjálfir. Þau hafa fengið gnægð frægra gesta í þáttinn.

Hún hefur verið gift áður
Tayshia hefur verið gift áður. Hún opnaði sig um hjónabandið við Colton Underwood á rómantísku stefnumóti þeirra í Singapore í Bachelor seríunni.
Hún giftist sínum fyrsta kærasta, Josh Bourelle. Þau voru saman í sex ár og viðurkenndi Tayshia að skilnaðurinn hefði tekið á.
„Ég býst við því að ég hafi skynjað að okkur var ekki að ganga mjög vel. Þess vegna barðist ég eins mikið og ég gat fyrir þessu. Sem kristin kona, heldur maður að maður giftist bara einu sinni og að það verði þannig. En maður getur ekki neytt neinn til að vilja giftast.“
Hún sagði að skilnaðurinn hefði verið það erfiðasta sem hún hefur gengið í gegnum.
Fékk engar ráðleggingar frá Crawley
Tayshia opnaði sig um seríuna við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel. Þar sagði hún að sér hefði þótt leitt að hafa ekki geta spjallað við Claire Crawley áður en hún tók við af henni í seríunni.
„Ég vildi að hún hefði gert það, svo hún hefði getað, þú veist hent í mig smá beini og varað mig við einum gæja eða tveimur,“ segir Adams.
Orð hennar gefa til kynna að meiriháttar drama sé í aðsigi í seríunni.
Búin að skrá sig á spjöld sögunnar hjá Bachelor þjóðinni
Tayshia er einungis önnur svarta konan til þess að vera piparmey í þáttunum. Rachel Lindsay, sem var piparmeyin í þrettándu seríu var sú fyrsta.
Þá er Tayshia jafnframt sú allra fyrsta til þess að koma inn í miðri seríu. Hún hefur viðurkennt að það hafi að einhverju leyti verið erfitt að feta í fótspor Crawley, enda vonbiðlarnir að bíða Crawley en ekki Tayshiu.
Byggt á umfjöllun Variety og GoodMorningAmerica.
Hér að neðan má horfa á viðtal Claire Crawley vegna þessarar ótrúlegu seríu: