„Honum líður best í náttúrunni og þá sérstaklega á náttúruverndarsvæðum eins og Hornströndu m eða á Snæfellsnesinu þar sem hann fær í raun bara að vera í friði og ná sinni náttúrulegu bráð, því það spilar allt inn í hans velferð, það er að geta stundað sína hegðun eins og honum var ætlað að gera,“ segir Rakel Dawn Hanson dýrafræðingur sem rannsakað hefur íslenska refinn.

Mál refsins Gústa jr, sem Gústi B. hefur nefnt í höfuðið á sér og vill fá að halda sem gæludýr, hefur verið mjög umdeilt og skoðanir vægast sagt skiptar. Rakel segist aðspurð ekki telja að refurinn geti stundað sína eðlilegu hegðun innandyra.

„Því hann getur ekki gert það sem er innbyggt í eðli hans. Hann getur ekki farið og leitað sér matar, hann getur ekki orðið sér úti um maka,“ segir Rakel. Hún segir venjulegt fóður refsins flækja málin enn frekar. „Hann borðar smádýr, hann borðar fugla, hann getur borðað sjávarfang og það fer eftir því hvar hann hefur alist upp,“ segir Rakel. Það fari illa með meltingarveginn að borða mögulegt mannafóður.

„Og refurinn borðar heldur ekki á hverjum degi.“ Rakel seg ist sak na f rekar i umræðu um hvernig betur sé hægt að vernda íslenska refinn. „Þetta er fyrsta íslenska landnámsdýrið og við erum ekki að sjá nógu vel um það.“ Hún nefnir sem dæmi að heimkynni íslenska refsins verði fyrir æ meiri ágangi mannfólksins og færist nær mannabyggð.