Hljóm­sveitar­með­limir Reykja­víkur­dætra hafa sett saman hár­ná­kvæmt per­sónu­leika­próf þar sem hægt er að komast að því hvaða Reykja­víkur­dóttir líkist manni mest. Í prófinu þarf að svara ó­líkum spurningum sem fara frá matar­vali í við­brögð við haturs­fullum tístum.

Þegar búið er að ljúka prófinu kemur svo í ljós hvaða dóttur próf­þreytandi líkist mest en valið stendur á milli Þuríði Blæ Jóhanns­dóttur (Blævi), Katrín Helgu Andrés­dóttur, Þór­dísi Björk Þor­finns­dóttur (Dísu), Steinunni Jóns­dóttur, Ragn­hildi Hólm (Röggu), Þuru Stínu Krist­leifs­dóttur (Suru), Sölku Vals­dóttur, Stein­eyju Skúla­dóttir eða Karítas Óðins­dóttur.

Prófið er gefið út í til­efni af nýjustu plötu sveitarinnar Soft spot en hægt er að taka prófið hér.