Það eru lík­leg­a ekki marg­ir sem taka á móti rós­a­vend­i frá ást­inn­i sinn­i og byrj­a á því að telj­a hvers­u marg­ar rós­ir vönd­ur­inn hef­ur.

En þar sem kon­u­dag­ur­inn er á næst­a leit­i og blóm­a­búð­ir lands­ins að öll­um lík­ind­um byrj­að­ar að und­ir­bú­a sig vel er gam­an og mög­u­leg­a gagn­legt að skoð­a hvað fjöld­i rósa í vend­i var tal­inn þýða hér á árum áður. Fjöld­i rósa í vend­i voru nefn­i­leg­a hér áður fyrr tal­ið hafa fal­in skil­a­boð til mót­tak­and­a þeirr­a og var það Pops­ug­ar sem tók sam­an list­ann.

Hvað þýðir rósavöndurinn þinn:

 • Ein rós: Ef ást­in þín gef­ur þér eina rós þýð­ir það ann­að hvort ást við fyrst­u sýn eða þú ert enn sú eina/eini rétt­i.
 • Tvær rós­ir: Sam­eig­in­leg ást og um­hyggj­a.
 • Þrjár rós­ir: Ég elsk­a þig.
 • Sex rós­ir: Ég vil vera þín/þinn.
 • Níu rós­ir: Ég vil vera þín/þinn að ei­líf­u.
 • Tíu rós­ir: Þú ert full­kom­in/nn.
 • Tólf rós­ir: Vert­u mín/minn.
 • Þrett­án rós­ir: Við verð­um vin­ir að ei­líf­u eða þú átt leyn­i­leg­an að­dá­and­a.
 • Fimm­tán rós­ir: Ef hann eða hún hef­ur á­stæð­u til þess að biðj­ast af­sök­un­ar þá þýða fimm­tán rós­ir „fyr­ir­gefð­u,“ ef ekki þá get­ur þú tek­ið þeim sem fyr­ir fram af­sök­un­ar­beiðn­i.
 • Tutt­ug­u rós­ir: Trúð­u mér, ég er ein­læg/ur gagn­vart þér .
 • Tutt­ug­u og ein rós: Ég er skuld­bund­inn þér .
 • Tutt­ug­u og fjór­ar rós­ir: Ég er þín/þinn.
 • Tutt­ug­u og fimm rós­ir: Ham­ingj­u­ósk­ir.
 • Þrjá­tí­u og sex rós­ir: Ég er yfir mig ást­fang­in af þér eða ég mun allt­af muna eft­ir róm­ant­ísk­u augn­a­blik­un­um okk­ar.
 • Fjör­u­tí­u rós­ir: Ást mín til þín er sönn.
 • Fimm­tí­u eða fleir­i rós­ir: Ást mín, líkt og vesk­ið mitt, hef­ur eng­ar tak­mark­an­ir.